seloken

daginn, ég er að taka inn seloken 47,6 mg. og er frekar nýlega byrjaður á því, þetta virðist virka vel á mig. en ég velti fyrir mér, er í lagi með nýru. eru þau að framleiða of mikið af adrenalíni. ? ég var að taka inn warfarin blóðþynnandi í um 3 ár, og vanalega er það notað í 3 til 6 mánuði. og ég velti fyrir mér hvort það hafi skemmt nýru að vera á því lyfi of lengi. ég er með fleiri blóðþrýstings lyf, en fékk seloken því þau voru ekki að virka mjög vel.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Ég hvet þig til þess að bera þessar vangaveltur undir þinn heimilislækni. Viðkomandi hefur gleggri yfirsýn yfir almennt heilsufarsástand og lyfjanotkun þína og er þannig í mun betri aðstoðu til þess að svara þér. Það á ekki síst við þar sem þar sem ég les út úr því sem þú skrifar að þú virðist vera að glíma við flókinn blóðþrýstingssjúkdóm og ekki einfalt að komast að niðurstöðu/svari á þessum vettvangi.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur