Seinkun blæðinga

Góðan daginn, ég breytti semsagt um mataræði og er búin að vera æfa ca 2 klst á dag að meðaltali núna í mánuð er möguleiki að það hafi áhrif á blæðingar ? Er orðin einhverjum 10 dögum of sein, er ekki á pillunni og var að hætta að reykja.
Hef fundið fyrir ógleði og er mjög aum í geirvörtum.
Stundaði síðast kynlíf fyrir ca 5 vikum, er möguleiki á óléttu eða bara líkaminn eitthvað í ójafnvægi ?
Takk takk

 

Sæl.

Miklar líkamsæfingar geta haft áhrif á tíðarhringinn, þekkt að blæðingar eru stopular eða engar hjá stúlkum í mjög stífum æfingum.  Það er samt ólíklegt að svo sé raunin hjá þér þar sem svo stutt er síðan þú byrjaðir að æfa af slíku kappi.  Eðlilegast er að byrja á því að taka þungnunarpróf til að útiloka þungun sem er gæti vel verið út frá lýsingum þínum.

 

Gangi þér vel.