Sein á túr

Daginn

Ég s.s hætti á miðju pilluspjaldi fyrir 5 vikum og fór á túr eftir 3 daga. Hef síðan stundað óvarið kynlíf í kringum egglosa tímann. Ég hefði átt að fara á túr fyrir viku síðan en ekkert gerist (hefur aldrei komið fyrir). Er ekki einu sinni með fyrirtíðar spennu. Ég var hins vegar með mjög viðkvæmar geirvörtur í ca viku (þegar egglosið var sem mest), en það er ekki lengur. Ég er búin að taka 3 óléttupróf með viku millibili. Fyrsta var með mjög daufa línu í ‘óléttu’ dálkinum en svo bættist við auka lína og myndaðist + (s.s 3 línur). En hin 2 prófin bæði mjög skýrt neikvæð.

Á ég að bíða í viku/tvær vikur og taka annað próf?
Og afhverju byrja ég ekki á túr þar sem ég fór á túr um leið og ég hætti á pillunni?

Með fyrirfram þökk.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ef hætt er skyndilega á pilluspjaldi þá getur hormónakerfið ruglast aðeins og tekur oft smá tíma fyrir tíðahringinn að verða reglulegur aftur. Yfirleitt er ráðlagt að taka óléttupróf þann dag sem maður á að hefja næstu blæðingar, þá er óléttuhormónið HCG oft komið fram í þvagi. Ef einkenni um óléttu eru til staðar þá er gott að taka annað próf viku seinna. Þar sem fyrsta óléttuprófið sýndi þrjár línur þá er líklegt að það próf hafi verið ógilt. Seinni prófin tókstu þegar þú áttir að vera búin að hefja næstu blæðingar því sennilegt að sú niðurstaða standist.

Gangi þér vel