Seiðingur í vinstra brjósti

Sæl og blessuð.
Mig langar að spyrja hvort þið kannist við eins og rafseiðing í vinstra brjósti án verks og þetta er mjög taktfast svona 9-10 sinnum á mínútu.
Svo hef ég fengið nuna eins og svimatilfinningu nokkrum sinnum sem líður hjá. Væri gott að vita hvort þetta er eitthvað sem þið kannist við?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ekki er gott að segja hvað gæti valdið þessu án þess að fá frekari sögu og skoða þig. Ég myndi ráðleggja þér að fara í skoðun til þíns heimilislæknis sem fyrst.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur