Sársauki í kviði.

Ég fór til kvensjúkadómalæknis í dag og þegar hún skoðaði mig setti hún þrýsting á kviðinn, rétt fyrir ofan kynfæri og spurði hvort það væri sárt. Ég fann pínu fyrir því en hélt að það væri bara eðlilegt og neitaði því. Seinna fór ég að pæla í þessu og prufaði að þrýsta á kviðinn, á sama hátt. Sársaukinn er frekar mikill og mér finnst líka eins og ég finni fyrir lítilli kúlu vinstra meginn. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af eða er eðlilegt að finna fyrir verk þegar maður þrýstir á „legið?“

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sársauka er erfitt að meta því það er mjög einstaklingsbundið hvað fólki finnst sárt.  Það er eðlilegt að finna aðeins til fyrst eftir skoðun en það á að líða hjá. Hins vegar ef um mikinn verk er að ræða og ef þú er á einhvern hátt í vafa þá skaltu hafa samband aftur við lækninn

Gangi þér vel