sár vinstra megin við löngutöng

það stakktst hnífsoddur þegar ég var að nota hníf við mat vinstra megin við löngutöng hjá mér fimmtudaginn síðasta sárið er gróið en ég er með nála dofa framan á löngutönginni og ef ég ýti þar sem sárið var fer mikil verkur upp í fingurinn eða mikil náladofi … getur þetta verið sködduð sin eða þarf ég að kæla fingurinn meira og slaka á til að losna við þetta ég get hreyft fingurinn á alla vegu en er með fastan náladofa framan á honum.

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið bólga í vefnum sem þrýstir á taug og þá mun verkurinn og náladofi hverfa þegar bólgan hjaðnar. Þú getur líka hafa skaddað taug og þá verður að koma í ljós með tímanum hvort náladofinn hverfur. Ef þessi einkenni hverfa ekki eftir nokkra daga skaltu leita til þíns heimilislæknis.

 

gangi þér vel.