Sàr undir maga

Hæ hæ er með stóran maga þar eru 2 bókuð sem voru fulla af blóði ég sprengdi þær og það eru margir mànuðir síðan en grær ekki það kemur alltaf blóð úr þeim og lokast ekki hvað er til ràða

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mikilvægt fyrir þig að fá aðstoð á Heilsugæslunni, annað hvort hjá lækni eða hjúkrunarfræðingi til þess að ná upp gróanda og útiloka sýkingu. Hjá þeim getur þú líka fengið góð ráð til þess að reyna að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur