Sár á kynfæri

hæhæ. ég er 19 ára karlmaður. ég og kærastan mín erum „fyrstu“ hvors annars þannig að ég held að ég geti útilokað kynsjúkdóm,annars veit ég lítið um það . en, við áttum mjög heilbrigt kynlíf fyrstu 3 árin, oft og lengi, en núna er minna um það vegna þess að ég virðist vera með krónískt sár á kóngnum, semsagt undir, þar sem krónan mætir skaftinu.það er roði í kringum það og smá rispa þar. en þetta plagar mig endalaust og lifi ég ekki því kynlífi sem ég vill, er eitthvað sem ykkur dettur í hug varðandi hvað þetta gæti verið, hvað ég gæti gert til þess að losna við þetta og þá hvaða krem má bera á þetta til þess að það grói sem fyrst. þetta er búið að bögga mig í meira en ár, en versnar samt ekki og skánar sjaldan

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það borgar sig fyrir þig að leita til þíns heimilislæknis með þetta svo hann geti metið eðli sársins og veitt viðeigandi meðferð. Það er ýmislegt sem kemur til greina s.s.sveppasýking eða sár sem nær ekki að gróa vegna áreitis og staðsetningar. Það er þá meðhöndlað með sveppakremi,sterakremi eða sýklalyfi en til þess að ákveða hvaða meðferð er við hæfi þarf læknir að fá að skoða sárið. Það er hætta á að þú fáir verri sýkingu í sárið ef þetta er ekki meðhöndlað.

Gangi þér vel