Sár

Góðan dag.

Ég er með smá vandamál… þannig er að ég er með eitthvað sár efst á skapbörmunum (fyrir ofan snípinn) eða svona eins og í kantinum á skapbörmunum… þetta er ægilega vont og stundum finnst mér eins og allt ætli að rifna þarna niðri…. mér líður svolítið eins og þetta sé eins og frunsa… ég er búin að vera að setja allskonar krem á þetta til að fá þetta til að gróa en allt kemur fyrir ekki… er búin að vera svona í nokkra daga og ég er alveg að bilast á þessu 🙁 Getið þið gefið mér einhver ráð um meðhöndlun á svona sárum (ef þetta er þá sár )???? Ég veit ekki hvort það skiptir einhverju máli en ég fékk risa frunsu á vörina um daginn og þetta sár kom eiginlega eftir að hún fór að hjaðna eða var að mestu farin. Ég tek það fram að ég á ekki mann og hef ekki átt í nokkur ár né verið að stunda kynlíf með einhverjum öðrum. ????? (afsakið að ég get ekki útskýrt þetta eitthvað betur) 🙁

Með fyrirfram þökk

Ein sárþjáð 🙁

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki gott að segja til um hvað sé þarna á ferð en staðsetningin er vissulega til þess fallinn að valda óþægindum. Það góða er að gróandinn er yfirleitt hraður á þessu svæði.  Það er helst að setja á þetta vaselín eða sleipikrem til þess að halda raka á staðnum og forðast allan núning með því t.d. að vera nærbuxnalaus og í pilsi heima við.  Ef þetta lagast ekki á 2-3 dögum skaltu ráðfæra þig við heimilislækni.

Gangi þér vel