Samheitalyf (Voltaren…Vóstar…Diclomex)

Góðan daginn.
Ég hef síðustu árin notað Vóstar (rauðar töflur) fyrir bólgueyðandi þarfir. Í gær mælti starfsfólk apóteks að ég fengi Diclomex sem er sagt vera alveg nákvæmlega eins. Þær töflur eru að vísu gular. Fyrir um 20 árum rúmum kom í ljós að ég er sennilega með ofnæmi fyrir pensilíni. Vegna litarins fór ég að hafa smá áhyggjur að lyfin væru ekki 100% eins… getur einhver staðfest fyrir mig að þetta séu óþarfa áhyggjur og að innihald taflanna sé nákvæmlega það sama? Sama virkni….

Kveðja frá einum vanaföstum 🙂

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Lyfin Vóstar og Diclomex eru samheitalyf sem innihalda bæði sama virka efnið sem er Diclofenac. Lyfin koma frá sitt hvorum framleiðandanaum en samheitalyf eru sambærileg við frumlyf þegar kemur að gæðum og virkni í lyfinu. Munurinn getur falist í þvi að framleiðendur nota mismunandi íblöndurnarefni eða fylliefni í framleiðslunni og þess vegna getur útlit lyfjanna verið mismunandi.  Þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af virkni lyfsins eða ofnæmi fyrir virka efninu í lyfinu, Ástæðan fyrir því að apótek mæla með samheitalyfjum er sú að þau eru oft á tíðum ódýrari, en virka á sama hátt.

Gangi þér vel