Samband og ólétta

Sæl/ll, ég er 18 ára að verða 19, ég er í sambandi (sem gengur mjög vel) og á von á barni.
Hvað þurfum við að laga í okkar sambandi? Ég veit að við þurfum bæði að setja hvort annað í 2. Sæti og barnið í 1. Sæti en mér finnst að við ættum ekki BARA að hugsa um barnið heldur líka hvort annað svo að okkur líði vel saman og getum skemmt okkur, er það rangt hjá mér? Hvað getum við gert til þess að eiga betra samband þar sem að við hugsum bæði um hvort annað?

 

Sæl/Sæll

Það verða yfirleitt miklar breytingar á lífi fólks þegar það eignast barn,  einnig  reynir það oft mikið á sambandið. Það er rétt hjá þér að þið þurfið að rækta sambandið ykkar líka til þess að vera í meira jafnvægi, þrátt fyrir að barnið muni taka mikinn tíma frá ykkur fyrsta árið. Ég ráðlegg ykkur að leita ráða hjá fjölskyldumeðlimum eða vinum sem hafa nýlega gengið í gegnum þessa reynslu, einnig að skipuleggja fyrirfram og skoða hvort og/eða hvaða aðstoð þið geti fengið frá fjölskyldu og ættingjum og nýta ykkur þá aðstoð þegar á reynir.  Mikilvægt er að þið sem par standið saman, hlúið að hvort öðru, ræðið málin og sýnið hvort öðru tillitsemi. Það getur einnig verið mjög hjálplegt að fara á fræðslu bæði um fæðingu og um fyrstu vikurnar eftir að barn kemur í heiminn, ljósmæður bjóða upp á slíkt t.d hjá 9 mánuðum og Björkinni.

 

Gangi ykkur vel.