Særindi í hálsi við að kyngja sem varað hefur í marga mánuði?

Hver getur verið ástæða fyrir stöðugum særindum efst í vélinda og særindum við að kyngja hverju sem er. Óþægindin erru stöðug og ekki aðeins við að kyngja.Tilfinningin er eins og aðskotahlutur sé til staðar á þessum stað, efdt í vélinda.

Sæl/ll

Það er erfitt að segja hvað þetta gæti verið, en það er ekki eðlilegt að vera með hálsbólgu í marga mánuði. Oft bólgna eitlarnir upp sitthvorum megin í hálsinum og það lýsir sér stundum þannig eins og maður sé með kartöflu í hálsinum, en það gerist vegna þess að ónæmiskerfið er að reyna að vinna á veirum/bakteríum.

Ég mæli því með að þú farir til læknis og látir hann kíkja á þig, þú gætir þurft að fá sýklalyf ef þetta er bakteríusýking.

Gangi þér vel

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.