Særindi í hálsi

Er búin að vera með særindi í hálsi í marga mánuði sem lýsa sér eins og að hálsinn sé að brenna. Gott að kæla með köldum drykk en það hjálpar bara í örfáar mínútur. Búin að leita til háls nef og eyrnalæknis sem segir mig vera með bakflæði, en töflurnar sem ég fékk eru alls ekki að hjálpa, búin að taka þær í bráðum hálft ár. 🙁 Hvað er til ráða ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Sæl erfitt er að greina hvað sé að hrjá þig með þessum upplýsingum en möguleiki er að þessi bakflæðilyf henti þér ekki eða að eitthvað annað sé að hrjá þig. Ég ráðlegg ég þér að leita aftur til læknis, þá annaðhvort aftur til háls nef og eyrnalæknisins sem þú fórst til áður eða þíns heimilislæknis.

með kveðju,
Sigrún Inga Gunnarsdóttir
Hjúkrunarfræðingur