særindi í hálsi

vont að kingja.efst í hálsi.

Sæl/ll

Ég átta mig ekki vel á því hver fyrirspurnin er en særindi í hálsi eru oftast orsökuð af vírus og við því er lítið annað að gera en að hvíla, drekka vel af  vatni og jafnvel smá te með hunangi og sítrónu og taka verkjalyf. Ef verkurinn ágerist og virðist ekki linast er ráðlegt að fá skoðun og mat á heilsugæslu ef grunur er á að um streptokokkasmit sé  að ræða svo hægt sé að meðhöndla það.

Ég set hér með tengil á grein um hálsbólgu sem gæti gagnast þér.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur