Sæði

Góðan dag . Eg er 56 ára karlmadur , eg hef átt vid tad vandamál í lángan tima ad sædid hefur verid gul leitt og eins og strimlad ad hluta og vond lykt og vont bragd . Hvad er ad ? Med fyrir fram tökk .

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það getur verið mismunandi útlit á sæði, það fer að vissu leyti eftir magni sáðfrumna og sáðvökva en það ætti í flestum tilvikum að vera glærleitt til hvítt. Ef það er litað eða ef það er blóð í sæðisvökva getur þurft að láta skoða það.  Ef þetta er viðvarandi  er rétt að fara til læknis til þess að skoða hvað geti valdið þessu.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur