roði í nára og vesen með nefgöng

góðan daginn , ég þarf alltaf að fara í bað eða sturtu á hverjum degi annars fæ ég roða og sviða og hvítar útfellingar í náran sem er mjög óþægilegt,

síðan er ég alltaf með einhvern kökk í kokinu held að sé alltaf aðð leka úr nefgöngum oní háls , er mjög andfúll oft og tungan er með svona hvítgræna slykju á tunguni. þakka öll svör

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.
Það sem líklegast um ræðir í nára er sveppasýking. Hægt er að kaupa ólyfseðilskyld krem, pevaryl, í apóteki sem er borið á 2-3x á dag.
Ýmsar ástæður geta legið að baki seinna vandamálsins, t.d. bakflæði. Ég hvet þig til að leita háls, nefs og eyrnalæknis. En fram að því vera duglegur að bursta tunguna og halda munninum hreinum.

Gangi þér vel