Rivotril-niðurtröppun

Er ekki hægt að trappa sig niður á Rivotril eftir 7 ára notkun (mesti daglegi skammtur 1,5 mgr en 0,75 mgr s.l 4 mánuði) með sama lyfi? Til dæmis að minnka skammt um 0,125 mgr mánaðarlega?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Samkvæmt lyfseðli þá  segir að ef meðferð með Rivotril er hætt skyndilega geta komið fram fráhvarfseinkenni (vöðvaverkir, kvíði, eirðarleysi og rugl) ásamt versnun eða framköllun krampa. Þess vegna á einungis að stöðva eða breyta meðferð eftir að hafa rætt við lækninn.
Ég hvet þig þess vegna til þess að vera í sambandi við lækninn varðandi það að trappa lyfið niður með réttum hætti.

Gangi þér vel