Risvandamál

Sæl/sæll

Ég er 32ára á 2 börn og búinn að vera með sömu konunni í tæp 14 ár.
Undanfarið ár er ég búinn að glíma við vandamál í kynlífinu. Þannig er mál með veksti að þegar kemur að forleik getur tekið smá stund að blása lífi í vininn en svo verður fín stinning, bæði á meðan munnmök standa yfir og svo í upphafi kynmaka.
En svo eftir smá stund þá einhvern vegin missi ég alla stinningu og næ ekki að viðhalda stinningu fyrr en eftir 10 – 20 mín. sem oft leiðir til þess að við sofnum bæði og ég mjög oft ókláraður
(og skilin eftir).
Við höfum rætt þetta saman og langar okkur að komast að einhverri niðurstöðu í þessu, því við lifum lifðum mjög skemmtilegu kynlífi.

Ég er ekki á neinum lyfjum að staðaldri og ég hef ekki farið í aðgerð eða lagst inn á spítala.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það geta alltaf komið tímabil hjá karlmönnum þar sem þeir eiga við stinningavandamál stríða og eru ástæður mismunandi. Oft er um tímabundið álag sem gengur síðan yfir en stundum geta legið einhverjar líffræðilegar ástæður að baki. Ég ráðlegg þér að fara til þíns  heimilislæknis og þú ert ekki fyrsti sem gerir það. Þar getur hann útilokað að ástæðan sé líffræðileg eða hvort þú þurfir einhverja tímabundana hjálp t.d. með Viagra. Annars eigum við nokkra góða kynlífsráðgjafa sem eru einmitt sérfræðingar á þessu sviði t.d. http://kynstur.is/kynlifsra%C3%B0gjof/

Grein um stinningavanda er að finna á vefi Doktorsins: https://doktor.frettabladid.is/grein/stinningarvandi-risvandamal

 

Gangi ykkur vel.