risvandamál

Ég er 24 ára maður og var með stelpu fyrir stuttu í fyrsta skipti. Nema hvað að ég náði honum ekki upp! Var nýbúinn að vera veikur dagana áður og einnig var ég smá stressaður fyrir þetta og er búinn að vera smá þunglyndur í þónokkurn tíma.
Hvað á ég að gera? Er best að fá aðstoð með pillu eins og viagra?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Risvandamál er eitthvað sem flestir karlmenn lenda einhvern tíma í  á ævinni og er langoftast hægt að rekja ástæðuna til þreytu, álags, streitu eða neyslu vímuefna eins og til dæmis áfengis þegar  um unga karlmenn og einstök atvik er að ræða. Í felstum tilfellum gengur þetta yfir án frekari vandamála. Það er hins vegar staðreynd að því meira sem þú stressast yfir þessu því líklegra er að þetta haldi áfram að vera vandamál. Ef þetta gengur ekki yfir skaltu heyra í þínum heilsugæslulækni.

Gangi þér vel