Ristilvandamál.

Góðan dag

Èg er búin að vera með virkilega hvimleiða verki í marga mánuði. Búin að fara til heimilislækna en ekkert búið að gera fyrir mig nè skoða. Málið er að èg tók eftir breytingum á meltingu/hægðum í febrúar. Ì fyrstu skiptu þær um lit og urðu samt alltaf á endanum venjulegar (fyrir mig). Allt bara versnaði í kjölfarið, lykt, niðurgangur, harðlífi til skiptis. Verkir í maga, stundum upp undir rifbein. Rosalegir bakverkir neðanlega í mjóbakinu. Stundum þegar èg er mjög slæm þá kemur verða þær eins og þunnur borði. Flatt öðru meginn en verður svo venjulegt í smá tíma en samt er èg aldrei eins og èg var! Blöðruvesen hefur fylgt þessu þ.e.a.s. èg þarf oftar að pissa og minna í einu. Og fæ verki líka í magan stundum þegar èg pissa. Èg er orðin frekar stressuð yfir þessu öllu saman og er að leita mèr að lækni sem vill skoða mig og segir mèr hvað er í gangi. En á meðan, gæti einhver sagt mèr hvað getur mögulega ollið þessu veseni? Èg hreyfi mig og borða hollt.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Einhver truflun hefur greinilega orðið á starfssemi ristilsins. Oftast er um tímabundið ástand að ræða sem gengur yfir án frekari aðstoðar.  Í þínu tilviki virðist þetta ætla að vera þrálátara og farið að hafa áhrif á þvagfæri. Þvagfærin verða gjarnan fyrir áhrifum á ristilvanda þar sem þau liggja nálægt og nota sömu taugar svo það getur bæði orðið truflun  á starfssemi þvagblöðrunnar en einnig þarf að útiloka mögulega þvagfærasýkingu. Þú ættir að leita þér aðstoðar meltingarsérfræðings og fá skoðunog mat á því hvað sé að valda þessu og hvað sé til ráða.

Gangi þér vel