Ristilsig…

Sæl verið þið .Mig langar að spyrja hvenær verður ristilsig vandamál og hvenær þarf að fara í aðgerð….

Góðan dag.

Ristilsig er vandamál sem þarf alltaf að láta skoða hjá lækni, ómeðhöndlað getur það versnað og krefst þá í flestum tilfellum aðgerðar.

Ef ristilsig er gripið snemma er hægt að halda því niðri með því að halda hægðum mjúkum og með því að ýta ristlinum aftur upp með fingrunum eftir klósettferðir. Það er því mjög mikilvægt fyrir þá sem eru með byrjandi ristilsig eða í áhættuhóp að borða trefjaríka fæðu, drekka nóg af vatni, hreyfa sig reglulega og halda sér í kjörþyngd. Ef hægðatregða er vandamál þarf að meðhönda hana með hæðgalyfjum og leita til læknis.

Gangi þér vel.

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur