Ristill, þarmar og melting

Sæll,

 Ég hreinlega veit ekki hvert ég á að snú mér svo ég vona að þið getið aðstoðað mig og veitt mér upplýsingar. Svo er mál með vexti að meltingarferli líkamans hjá mér virkar ekki eins skildi. Ég fæ mjög slæma verki, krampa, uppþembu, brjóstsviða og fleiri óþægindi við mörgum fæðutegundum. Eins er ég með hægðatregðu svona almennt en fæ niðurgang líka. Ég virðist ekki þola glúten, mjólkurvörur, banana, nammi (brjótsviða), eitthvað sem er í sumum glútenlausum vörum eins og lasagna og íslenskum glútenlausum brauðum, soja, egg, svo eitthvað sé nefnt. Það getur ekki verið að það sé eðlilegt að líkaminn skuli hafna öllum þessum fæðutegundum – er það? Þá kem ég að spurningunni minni, hvernig læknis leita ég til til að aðstoða mig við að komast til botns í hvað sé í gangi? Ég er með vanvirkan skjaldkirtil og hef unnið með lækni við að stilla af lyfin við því en allt annað sem ég hef nefnt er að gera mig brjálaða. Hvernig læknir sérhæfir sig í meltingu, vanvirkni í þörmum, sjálfsofnæmi, ristilvirkni eða öðru sem gæti verið mitt vandamál?

 Með von um aðstoð.

Ein ráðalaus og komin í þrot.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi vandamál sem þú lýsir geta verið mjög hvimleið og krefjast þess gjarnan að fólk fari í heilmikla rannsóknarvinnu til að að finna út hvað það er sem ekki þolist i mat. Besta ráðið er að forðast alveg það sem þú veist að fer illa í þig en til að fá nánari greiningu og aðstoð ættir þú að panta þér tíma hjá ofnæmislækni og jafnvel meltingarlækni líka.

Gangi þér vel