Ristill eða lupus

Ég greindist nýlega með ristil, smá útbrot á baki og handlegg, með verkjum og kláða aukþess sem ég var með hitavellu nokkra daga. Ég fékk lyf sem ég því miður man ekki hvað heita, samheitalyf sem gefið er við herpes, frunsum og eh fleiri. Tók þau samviksusamlega þrisvar á dag þar til þau voru búin í uþb 15 daga. Það er enn smá roði verkir og kláði

Nú er ég komin með roða í andlit, smá bólgu sem hitar í og sviða. Ég hef prófað að taka ofnæmistöflur en þær breyta engu.

Getur verið að þetta sé það sama og var eða hvort ég hef verið ranglega greind í fyrra skiptið?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þau einkenni sem þú fékkst í upphafi eru nokkuð dæmigerð fyrir ristil en það er erfitt að segja til um hvað það er sem fylgir í kjölfarið án þess að skoða þig. Lupus er sjálfsofnæmissjúkdómur og algengt er að einkeni þess sjúkdóms séu útbreiddari og birtist í mörgum vefjum líkamans samtímis en það kemur ekki fram hjá þér hvort þú hafir einhver önnur einkenni samhliða. Ég ráðlegg þér að panta þér tíma hjá lækni og fá góða skoðun og greiningu á því hvað hér er á ferðinni.

Ég læt hér fylgja með tengla á áður birtar greinar á doktor.is um ristil og rauða úlfa sem þú getur lesið til að reyna að átta þig á hvort þau einkenni sem þar er lýst geti átt við þína líðan.

Gangi þér vel