Rifin forhúð

Góðan dag. Í 3 eða 4 skipti hefur það komið fyrir að forhúðin hjá mér virðist rifna örlítið og ég hef bara haldið að þetta væru slys sem hefðu gerst í kynlífinu en nú er svo komið að það eru nokkrir sjáanlegir skurðir á forhúðinni og það blæðir talsvert og ég er hættur að þora að hafa kynlíf við konuna því það er allt of sársaukafullt. Getur verið að forhúðin sé of þröng eða hvað getur valdið þessu?

Með fyrirfram þökk og von um skjót svör

 

Sæll.

Þetta hljómar eins og einkenni forhúðarþrengsla en gæti einnig verið sýking með bólgu sem rifnar upp við áreynslu. Farðu til þíns heimilislæknis og hann hjálpar þér að greina á milli og veita viðeigandi meðferð. Ekki stunda kynmök nema með smokk þar til þú hefur fengið úrlausn eða einkenni eru horfin.

Gangi þér vel.