Rifbeinsbrot

Hver eru einkenni rifbeinsbrots?

Góðan daginn

Einkenni rifbeinsbrots geta lýst sér sem stingandi verkur við brjóstið/bringuna. Einnig getur verkurinn versnað við djúpa öndun, hósta, þegar snúið sér til hliðar og þegar snert er staðin sem brotið liggur undir. Mar gæti verið sjáanlegt en ekki alltaf.

Rifbeinsbrot geta verið mis alvarleg og getur orsökin verið ýmis konar. Ef í einhverjum vafa með rifbeinsbrot og verkur er  til staðar mæli ég með að þú ferð til læknis eða á heilsugæslu til að skoða það betur.

Gangi þér vel

kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur