Rifbeinsbrot

góðan daginn.

Ég datt hressilega á bifhjóli og er samkvæmt læknisskoðun rifbeinsbrotinn. Hvernig er ferlið í bata ? Hvað tekur langan tíma að verða góður ? Bkv.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er lítið hægt að gera við rifbroti nema bíða það af sér. Hægt að notast við svokallaðar einkennameðferðir, en það er þá í formi verkjalyfja og hvíldar. Venjulegur gróandi beina er u.þ.b 6 vikur en það er eintaklingsbundið hvað það getur tekið nákvæmlega langan tíma, einnig er sársaukaþröskuldur okkar misjafn.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.