Reverse rt3

Góðann daginn, mig langar að vita hvort hægt sé að framkvæma þessa blóðprufu hérna heima á íslandi, eða er þetta eitthvað rugl sem maður finnur á netinu. Ég finn nefnilega fyrir mörgum einkennum sem benda á vanvirkann skjaldkirtil en alltaf kemur blóðprufan eðlilega út.

Takk fyrir

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta próf er því miður ekki framkvæmt hér á landi en talið er að þau skjalkirtilspróf  sem nú eru framkvæmd hérlendis gefi fullnægjandi mynd af vanvirkum skjalkirtli.

Með kveðju