Ráðþrota

Hæhæ

Ég sit hér og skrifa til ykkar þar sem ég er gjörsamlega ráðþrota og

krossa fingur að einhver innan ykkar raða hafi kannski einhver svör.

Þannig er mál með vexti að ég hef verið að fá útbrot í andlitið uppúr þurru.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum að þá eru þetta útbrot sem að blossa allt í einu upp.

Sem og óþægindi í tungu.

Í fyrsta sinn haustið 2011, þau kom þett vægt upp og var horfið á örfáum dögum.

Í mars 2012 kom þetta aftur og það heiftarlega að ég var með blöðrur í munni og gat hvorki

borðað né drukkið í nokkra daga.

Ég hitti ýmsa lækna m.a. Sigurð Guðmundsson fyrrv. Landlækni og smitsjúkdómasérfræðing.

Stefán Pálmason tannholdssérfræðing sem og hann Steingrím Davíðsson sem tók sýni úr húðinni.

Enginn þessara lækna gat gefið nokkur svör. Öllum fannst þetta benda á að þetta væri

herpes veira en ekki fundust ummerki um hana í blóðprufu og ekkert kom úr húðsýni sem var tekið

úr útbroti.

Af þessum 5 skiptum sem ég hef fengið þetta þá hef ég verið með sveppasýkingu í klofi á sama tíma í 4 skipti.

Fyrst finn ég fyrir því að ég sé að fá sveppasýkingu og nokkrum tímum seinna koma útbrotin.

Samt hef ég margoft fengið sveppasýkingu án þess að fá útbrotin.

Þessi útbrot lögðust svo í dvala en í dag, 22.febrúar 2016 dúkka þau allt í einu upp aftur.

Ég veit ekkert hvert ég á að snúa mér og ákvað að skrifa á ykkur í þeirri von um að þið væruð

með eitthvað net af læknum sem að þið gætuð sent þetta á og athugað hvort að það sé einhver

sem að kannast við svona mál.

Með fyrirfram þökk og von um einhver svör.

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina

Leitt að heyra að það finnist ekki skýring á þessum einkennum hjá þér. Þar sem þú ert búin að leita ráða hjá ýmsum sérfræðingum þá er erfitt að bæta við það þegar niðurstöður úr rannsóknum sem hafa verið gerðar hjá þér liggja fyrir. Þú gætir mögulega athugað með að tala við ofnæmislækni þar sem útbrotin gætu mögulega verið vegna ofnæmis eða óþols af einhverju tagi en erfitt er að meta það nema með frekari rannsóknum. Ef þú ert gjörn á að fá sveppasýkingar þá gæti hjálpað þér að styrkja ónæmiskerfið, passa upp á að taka inn réttan skammt af vítamínum, halda sykurneyslu í lágmarki og bæta við meltingargerlum en þá getur fengið úr ab-mjólk eða acidophilus.

Gangi þér vel.