Ráðlegging varðandi lyf og svefn

Ég er 17 ára strákur og hef glímt við eitthver konar svefn hvilla í nokkur ár sem lísir sér þannig að eiga erfitt með að sofna á kvöldin, þess vegna sef ég aðeins í sirka 5-6 tíma á nóttu en bæti það upp með því að sofa mikið um helgar. Að lokum var mér bent á það að taka melatonin, náttúrulegt svefnlyf (ekki af lækni eða fagaðila) og það hefur hjálpað mér mikið og hef ég tekið melatonin á hverjum degi í sirka heilt ár. Telji þið það ráðlegt að taka inn melatonin á hverjum degi?, gæti það til dæmis verið ávanabindandi og leitt til frekari erfiðleika með svefn í framtíðinni, nú eða þá bara að þetta sé óhollt og ekki gott fyrir mann að vera taka inn á hverjum degi?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það hafa ekki komið fram alvarlegar aukaverkanir af langtímanotkun melatonins ef það er notað í ráðlögðum skömmtum en það liggja ekki fyrir nægilega miklar rannsóknir til að hægt sé að segja fyrir víst að það sé öruggt að taka þetta til lengri tíma. Þú skalt endilega ræða þitt svefnvandamál við heimilislækni og fá ráðleggingar hjá honum.

Ég set hér með tengla á lesefni á íslensku og ensku um melatonin og hvet þig til að skoða þetta vel.

Gangi þér vel