ráðalausa mamman

sæl/sæll
mig vantar ráð/hjálp fyrir barnið mitt hann er á 18 ári, í nokkur ár höfum við hjónin verið að berjast við að halda í við hann í mat hann er klárlega matarfíkill og nú er svo komið að við erum hrædd um hann.
Hann byrjaði að fitna um 2006 finaði um 12kg það árið átti svo ágætis tíma til 2009 þá gátum við svo sem stjórnað hlutunum og stundum var það svo slæmt að við læstum ísskápnum og ekkert var keypt sem var óholt. Árið 2009 var hann orðin 76 kíló og upp frá því hefur hann bara bætt á sig, núna síðast þegar ég kom honum á viktina sem var mjög erfitt var hann +150 kíló (viktin sýnir bara uppí 150 kíló hann er orðin yfir 190cm. Áþessum árum frá 2009 höfum við reynt margt einkaþjálfun-fara með honum í ræktina-heilsuskólann (hann fór einu sinni og neitaði að fara aftur)-breyta mataræðinu-tala við hann-rífast í honum og margt annað. Hann er mjög líklega kominn með sykursýki 2 allavegna var hann mjög nálægt því fyrir nokkuð mörgum kílóum sagði læknirinn okkur.
Hann veit að þetta er vandamál en ekkert gengur hjá honum að létta sig, hann hefur alltaf haft það gott félagslega á góða vini og átt kærustu sl 1 ár honum hefur aldrei verið strítt svo ég viti. Hann hefur stundað ýmsar íþróttir mis lengi. Við foreldrar hann og eldri systir erum öll í kjörþyngd.
Eftir að hann varð unglingur og núna ungur maður með bílpróf í skóla og með smá vinnu finnst mér ég allveg vera að missa tökin á að getað hjálpað honum hann neitar að fara með mér til læknis segist ætla að gera þetta sjálfur en það er ekki í fyrsta skiptið og það dugar kannski í viku eða 2. Hvað get ég gert?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Eins og þú veist eflaust vel þá er ekki hægt að hjálpa þeim sem ekki vill aðstoð. Sonur þinn hefði án efa gott af viðtölum og hugrænni atferlismeðferð en það kemur að engu gagni ef hann vill ekki vinna vinnuna sjálfur sem þessu fylgir.  Hefur þú haft samband við OA samtökin?  Þau gætu mögulega aðstoðað ykkur.

Gangi ykkur vel

Mér