Psoriasis exem

Hæ,mig langar að spyrja um psoriasis exemið,ég var greind með það af 2 húðsjúkdómalæknum,var kannski ekkert að samþykkja það hjá fyrri lækni:)og fór þá til annars og fékk sömu greiningu,en það sem mig langar til að spyrja um…er,hvað er að ske í húðinni(hjá mér,aðalega í hársverði) þetta kemur fyrst eins og hrúður yfir sár og síðan eins og hraun,sem vex út:( og ég kalla alltaf grýlu bólur:) Þess vegna ætla ég að spyrja…hvað býr undir þessum bólum/hrúðri…???…sýking?..vatn?? fita??? Hlakka til að fá svar,Kv.

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Langlíklegast er ný húð sé undir hrúðrinu en psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur sem einkennist oft af húðútbrotum með undirliggjandi hraðri frumuskiptingu í efsta húðlagi. Hægt er að lesa nánar um einkenni m.a. á þessari síðu.

 

Gangi þér vel