PrEP meðferð

Er hinsegin karlmönnum opið fyrir að fá svokallaða PrEP meðferð á Íslandi? Fyrirbyggjandi meðferð til varnar smiti HIV. Ef ekki, afhverju er það ekki í boði?

http://www.cdc.gov/hiv/basics/prep.html

http://www.gaystarnews.com/article/exactly-zero-gay-men-contract-hiv-in-32-month-prep-study/

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Lyfið Truvada sem notað er í þessari PrEP meðferð er skráð á Íslandi, en þar sem þetta er mjög dýrt lyf er líklegt að það sé eingöngu gefið þeim sem eru HIV jákvæðir. Sóttvarnarlæknir getur kannski svarað frekari fyrirspurnum um þetta málefni