Pilluhlè eda ekki

Èg hef velt fyrir mèr spurningum vardandi pilluna.

1. Hvad er mælt med, ad taka pilluna stanslaust eda hlè þegar kona er ekki ì sambandi.
Hef tekid pilluna en hætt tegar èg er ekki i sambandi. Er tad verra eda à madur ad vera stanslaust a pillunni?
2. Til ad finna sìna pillu, hvada tima tekur madur til ad meta tad
t.d finn fyrir flökurleika og lika þreytu.
3. Hvers vegna breytist ad hafa verid à einni gerd ad pillu en þolad hana verr nokkrum àrum seinna?

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Engin ástæða er til að teknar sé pilluhvíldir, þ.e.a.s. að sleppa úr pillutöku einn eða fleiri mánuði á ári. Pilluhvíldir gera meiri skaða en gagn og engar læknisfræðilegar forsendur eru fyrir þeim.  Hinsvegar er ekkert sem segir heldur að þú þurfir að taka pilluna stanslaust, en hins vegar á fyrsta mánuði pillutökunnar er mögulegt að pillan veiti aðeins minni vörn (líkur á egglosi meiri) en ef hún er rétt tekin þá er vörnin nálægt 99,8% og aðeins meiri eftir það.

Mælt er með að byrja að taka töflurnar á 5. degi frá upphafi tíða en einnig má byrja tökuna á fyrsta degi blæðinga. Engu máli skiptir hvenær sólarhringsins pillan er tekin en ráðlegt er að taka hana jafnan á sama tíma dags.

Varðandi það að þola ekki pilluna núna sem þú hefur verið áður á er erfitt að segja, þú gætir spjallað við lækni og mögulega skipt um tegund ef þú þolir hana illa.

Hér má lesa ítarlega grein um getnaðavarnarpillur. https://doktor.frettabladid.is/grein/getnadarvarnapillur

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.