Pilluhlé

góðan dag

Dóttir mín sem er 16 ára tekur Harmonet. Hún getur alls ekki verið á blæðingum næst,má hún halda áfram að taka pilluna eða er einhver önnur leið,

kv Móðir

sæl og takk fyrir fyrirspurnina

samkvæmt fylgiseðilinum með Harmonet stendur eftirfarandi:

Hægt er að fresta tíðablæðingum með því að halda áfram með nýtt töfluspjald án þess að gera hlé á töflutökunni. Þegar óskað er eftir að blæðingar byrji, skal hætta töflutöku. Meðan blæðingum er frestað geta komið fram milli- eða blettablæðingar meðan töflurnar eru teknar. Byrja skal á næsta töfluspjaldi eftir venjulegt 7 daga töfluhlé.

Gangi ykkur vel