Pillan,Lykkjan,Sprautan endalaust hormóna rugl

Hvað er til ráða ?? Er að verða vitlaus á þessu.
Eftir að ég átti yngstu dóttur mína hefur blæðingar ferlið verið í rugli til að taka það fram þá verður hún 3ja á þessu ári var blæðingar rugl eftir að ég átti hana vildi nú fá upp eðlilega tíðar hringinn áður en ég myndi gera eitthvað en
Nr 1 ákvað ég að prufa sprautuna held ég hafi farið 2 eða 3 skipti þá gafst ég upp endalausar blæðingar
Nr 2 nú er ég á hormónalykkjunni og hef verið áður og ekkert vesen
En núna eru alltaf einhverjar blæðingar en mismiklar ég virðist öfug með þetta heppin ef það koma 2-4 dagar í pásu þetta eru ekki hefðbundnar bletta blæðingar
Var sett á Primolut auka hormóna með og hefur verið gert tvisvar á mismunandi vegu eða inntöku skammta og ekki virkaði það núna er ég að taka pilluna Erlibelle til að sjá hvort það muni stoppa og koma einhverri rútínu á blæðingarnar er á degi 8 og sé engan mun ég er að verða vitlaus á þessu
Eru einhver ráð til önnur ?
Hef verið á lykkjunni áður einnig pillum hafði aldrei lent í þessu

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þú skalt endilega vinna áfram í þessu með þínum kvensjúkdómalækni. Hann/hún er sérfræðingurinn í svona vandamálum og þið finnið út úr þessu saman. Það er sem betur fer eins og þú segir sjálf fæstir sem í þessu lenda og þess vegna getur tekið dágóðann tíma að temja kroppinn og stilla þetta betur af.

Gangi þér vel