Pillan og ólétta

Byrjar pillan strax að verja mann fyrir þungun? Þ.e.a.s. að eftir að maður tekur fyrstu pilluna þá er maður örlítið ólíklegri til að verða óléttur og svo eftir 5 daga er maður mun ólíklegri til að verða óléttur heldur en þegar maður tók fyrstu pilluna og eftir 7 daga er maður komin með fulla vörn sem pillan getur gefið manni? Eða er maður alveg jafn líklegur að verða óléttur alveg þangað til að 7 dagarnir eru liðnir?

Læknirinn sagði að eftir sjö daga væri pillan farin að virka eins og hún ætti hjá mér en það gerðist smá óhapp hjá mér á fimmta deginum.

Með von um svar 🙂

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Eins og læknirinn sagði þá myndast ekki full vörn strax frá fyrsta degi en eftir því sem frá líður eru líkur á egglosi minni.

Á 5. degi pillutöku er því ekki komin full vörn.

Þú ert því ekki 100% örugg að þú sért ekki ófrísk.

Gangi þér vel.

Svanbjörg Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur.