Pillan og kynlíf.

Sæl/l.
Ég er búin að vera á pilluni núna í sirka ár og hálft. Ég er á pillu sem er með fjórar vikur á hverju spjaldi og í hverjum kassa eru þrjú spjöld. Ég tek alltaf þessi þrjú og síðan viku á milli kassa. Ég tók um daginn tvær vikur í pásu frá pilluni útaf það var svo langt síðan ég fór á almennilegan túr og mér bara leið eins og ég þurfti að fara á túr. Í fyrstu vikunni stundaði ég kynlíf án smokks, og tveimur dögum eftir það fór ég á svona brúnlitan túr sem entist í kannski fimm daga. Er núna búin að vera í sirka tvær vikur á pilluni, semsagt fjórar vikur síðan ég gerði það án smokks og allt í einu kom voðalega skær rautt blóð úr píkuni minni. Ég er bara að spá hvort ég ætti að kíkja til læknir eða hvort þetta sé eðlilegt að það blæði bara allt í einu.
Takk fyrir.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Líklegasta skýringin á þessari blæðingaóreglu er að ójafnvægi hafi komist á hormónin hjá þér við það að að taka pásu frá pillunni. Þú nefnir reyndar ekki hvaða pillutegund þú tekur en þær tegundir sem hafa 4 vikur á hverju spjaldi eru með óvirkt efni í síðustu 7 töflunum, þannig að í raun og veru tókstu 3 vikur í pilluhlé. Mér finnst líklegast að jafnvægi  komist á tíðarhringinn hjá þér aftur ef þú tekur pilluna eftir leiðbeiningum í framhaldinu, en ef óreglan heldur áfram skaltu ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel