Pillan og blæðingar

Sæl/l

Þannig er mál með vexti að ég er á pillunni Mycrogen og hef verið á henni síðastliðin 7 ár.
Hún hefur alltaf verið góð fyrir mig þrátt fyrir að ég fari einstaka sinnum á milliblæðingar.
Málið er að nú fer ég á milliblæðingar í nánast hverjum einasta mánuði, það er eins og líkaminn sé að heimta að fara á túr.
Kvensjúkdómalæknirinn sagði mér að taka tvær pillur í 2-3 daga og þá ættu blæðingarnar að hætta.
Það virkar oftast en það getur bara ekki verið holt fyrir líkamann að taka of margar pillur á dag.
Með von um góð svör

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Svona milliblæðingar geta bent til þess að þessi pillutegund henti þér ekki lengur. Ég held að betra væri að skoða að breyta um getnaðarvörn, hvort sem það felur í sér að skipta um pillutegund eða fara einhverja aðra leið, heldur en að taka auka pillur ítrekað. Ég ráðlegg þér að ræða þetta betur við lækninn þinn.

Gangi þér vel