Pillan í pásunni

Hæhæ,

Ég er á microgyn pillunni. Ef maður hefur samfarir í sjö daga pásunni, þegar tíðablæðingar eru, þarf maður þá að nota smokk eða virkar þá pillann enn þó maður sé ekki að taka hana inn?

 

Sæl og takk fyrir fyrispurnina

Pillan verkar þannig að hún kemur í veg fyrir að egglos verði. Ef þú hefur tekið pilluna rétt og reglulega mánuðinn á undan þá eru líkurnar á að verða ólétt við samfarir í pillupásuni mjög litlar og nánast engar þar sem ekkert egg er til að frjóvga.

Gangi þér vel