pillan Cleosensa

Sæl/l

Ég byrjaði á nýju pilluspjaldi í dag og tók óvart laugardagspilluna í stað þess að taka föstudagspilluna. Ég er að spá hvort það sé í lagi og hvort ég eigi að taka sunnudagspilluna á morgun og taka allt spjaldið á „vitlausum degi“ eða hvort ég megi taka föstudagspilluna á morgun og sunnudagspilluna á sunnudaginn. Hefur þetta einhver áhrif á virkni pillunnar? Pillan sem ég tek heitir Cleosensa.

Kær kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Þér er alveg óhætt að taka föstudagspilluna til að rétta þetta við og halda svo áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta hefur engin áhrif á virknina.

Gangi þér vel