Pillan brotnaði.

Ég er á diane mite pillunni og var að klára fyrsta spjaldið mitt, hef aldrei verið á svona getnaðarvörn áður. Seinasta pillan fyrir pillupásu í spjaldinu var brotin og datt í gólfið. Ég tók allt sem ég fann en það var örugglega eitthvað duft eftir. Er ég enn varin fyrir þungun? Ég stundaði óvarið kynlíf seinast í gær. Hvað á ég að gera? Á ég að hætta einum degi fyrr á pillupásu, nota smokk Þar til ég byrja á nýju spjaldi, eða halda áfram eins og ekkert hafi gerst?

Takk fyrir.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ég myndi ráðleggja þér að nota smokk þar til þú byrjar á nýju spjaldi ef þú vilt vera alveg örugg. Myndi telja að það ætti að vera nokkuð öruggt þó svo þú hafir ekki náð allri pillunni, en allur er varinn góður.

Ef einhver vafi er á að pillan hafi ekki verið tekið alveg rétt er best að nota smokk á meðan það er allt að komast í samt lag aftur.

Ekki byrja degi fyrr á spjaldinu – haltu áfram sama prógrammi.

Þú getur lesið þér betur til um lyfið hér:

https://www.serlyfjaskra.is/FileRepos/e4c86894-aaff-e811-80ec-00155d15472c/Diane_mite_sedill.pdf

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.