Pillan

Hæhæ, ég var að velta því fyrir mér hvað gerist ef ég byrja á pillunni áður en ég byrja á blæðingum?
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú byrjar á öðrum tíma er leiðbeiningarnar segja til um þá er pillan ekki eins örugg getnaðarvörn fyrstu mánuðina. Eins áttu frekar á hættu að vera með milliblæðingar  þangað til að líkaminn er búinn að breyta tíðahringnum í takt við pilluspjaldið.

Æskilegra er fyrir líkamann að þú takir töflurnar í takt við þinn eiginn tíðarhring, þannig er inngripið minna og meiri líkur á að pillan gagnist eins og ætlast er til.

Gangi þér vel