pillan

Ég hef verið á mercilone pillunni í fjölda ára en hætti núna í tvo mánuði og ætlaði að byrja aftur núna í dag á 6 degi eftir að blæðingar byrjuðu en fór þá að lesa fylgiseðilinn og þar kemur fram að það eigi að byrja á 1. degi blæðinga en ef óskað er að byrja á 2-5. degi þá þurfi að nota aðra getnaðarvörn í 7 daga. En ef blæðingar eru búnar (þ.e. 6 dagar síðan þær byrjuðu) er þá í lagi að byrja að taka pilluna og verður hún virk eftir 7 daga ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Best er að byrja að taka þessa tegund af pillu á fyrsta til fimmta degi blæðinga. Byrjir þú seinna í tíðahringnum að taka hana er vörn fyrir getnaði ekki örugg fyrr en eftir um sjö daga.  Þá er ráðlagt að nota aðra vörn með, til dæmis smokkinn, til öryggis í 7 daga.

Gangi þér vel