Pillan

Hæhæ

Heyrðu ég var að velta því fyrir mér, Ég er á pillunni Diane Mite og hef verið á henni í rúmlega ár. Hef alltaf tekið hana með 7 daga pásunni á milli en í þetta skiptið tók ég spjöldin í röð. Ég er búin með 9/21 pillum af síðasta spjaldinu en er samt sem áður með túrverki og smá milliblæðingar.. Er í lagi að ég hætti núna og tek 7 daga pásu og haldi svo áfram á sama spjaldi og tek restina og held svo áfram með ný spjöld eða mun hún þá ekki virka sem getnaðarvörn?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Ef þú hefur tekið pilluna reglulega fram að þessu þá er líklegt að þetta séu þínar reglubundnu blæðingar sem koma nokkrum dögum fyrr (líkt og milliblæðingar), þrátt fyrir að þú takir pilluna stöðugt.  Það er aldrei alveg hægt að treysta á það að fresta blæðingunum með því að taka tvö spjöld í röð.  Ég ráðlegg þér að  klára þetta pilluspjald og taka svo hlé eins og leiðbeiningar segja. Pillan ætti að virka sem getnaðarvörn ef þú hefur ekki verið að gleyma henni einhverja daga en ef þú ert eitthvað óörugg með verkun hennar skaltu nota smokkinn við samfarir fram að næstu blæðingum til að tryggja þig.

Gangi þér vel