Pillan

Ég er á pillunni Diane Mite. Er búin að vera á henni í tvö ár og læknirinn lét mig fara á hana vegna þess að ég var með blöðrur á eggjastokkum og komin með bólur í andlit. Ég var að klára pilluhlé þegar ég áttaði mig á því að fjölnota lyfseðillinn minn var útrunninn og þurfti því að biðja um nýjan lyfseðil. Það tók heila viku í viðbót að fá það. Má ég byrja að taka pilluna núna eða þarf ég að bíða þangað til næstu blæðingar verða og byrja þá?

Þakka þér fyrirspurnina,

Almennt er ætlast til að taka pilluna á fyrsta degi blæðinga, ef þú hefur misst úr pillu er þó ráðlagt að taka hana eins fljótt og kostur er, en með þeim fyrirvara þó að það geta komið upp milliblæðingar og einnig að þú ert ekki eins örugg þann tíðahring.

Gangi þér vel