Phenergan

Heil og sæl
Er í lagi fyrir ófríska konu að taka Phenergan á hverju kvöldi?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Í fylgiseðli lyfsins segir “ Barnshafandi konur eiga ekki að nota Phenergan, sérstaklega ekki á seinni hluta meðgöngu. Leitið
ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð á meðgöngu“.

Ráðfærðu þig við ljósmóður þína og/eða lækni varðani inntöku lyfsins.

með kveðju,

Lára Kristín Jónsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.