Paratabs of stór skammtur

Hvað getur gerst ef að maður tekur 20 töflur af 500mg paratabs í einu?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Samkvæmt fylgiseðli þá stendur að: „Inntaka hærri skammta en ráðlagðir eru felur í sér hættu á alvarlegum lifrarskemmdum. Leita skal læknis án tafar ef of stór skammtur hefur verið tekinn, jafnvel þó þér líði vel, vegna hættu á síðbúnum alvarlegum lifrarskemmdum. Til að forðast hugsanlegar lifrarskemmdir er mikilvægt að læknir gefi móteitur eins fljótt og unnt er. Einkenni lifrarskemmda koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir nokkra daga. Einkenni ofskömmtunar geta verið m.a. ógleði, uppköst, lystarleysi, fölvi og kviðverkur, en þessi einkenni koma yfirleitt fram innan 24 klst. frá inntöku.“

Alvarleg lifrarskemmd er lífshættulegt ástand sem getur leitt til dauða. Ef lifrin skemmist alvarlega og hættir að starfa getur þurft að græða nýja lifur (líffæragjöf) í viðkomandi.

Gangi þér vel