Pæling

Hæhæ, ég var að forvitnast hvort það mætti taka Arctic Root þegar maður er að taka sertralin og valtrex

hefur það einhver áhrif eða er það allt í lagi

Með fyrirfram þökk

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem hægt er að lesa sér til um Burnirót/Arctic Root þá er ekkert sem bendir til þess að það þurfi að varast inntöku annarra lyfja. En í fylgiseðli með Sertralin stendur: Látið lækninn vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð  og á fylgiseðli með Valtrex stendur :Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð. Þetta á einnig við um lyf sem fengin eru án lyfseðils, þ.m.t. náttúrulyf. 

Þess vegna skaltu ráðfæra þig við lækninn sem skrifaði upp á þessi lyf til þess að vera alveg viss, hann getur metið hvort það er eitthvað annað í þinni heilsufarssögu sem getur haft milliverkun á milli þessara efna.

Gangi þér vel