Óviss

Hæ hæ

Ég er á þrítugsaldri. Er á lykkjunni og ætti að vera byrja á blæðingum (+/-3 dagar), það er samkvæmt venju eftir að ég fékk lykkjuna. En ég er ekki enn byrjuð, og það er gulleit útferð að koma en samt fylgir engin lykt með. Einnig eru geirvörturnar mínar viðkvæmar (eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður, það er svona viðkvæmar). Hvað gæti þetta verið, fyrirtíðaspenna?

Sæl

Það er lang líklegast að þessi einkenni tengist tíðarhringnum og þú sért lítilsháttar sein með blæðingar eins og getur gerst. Það er þó ekki útilokað að þú sért ólétt og ef þú byrjar ekki á blæðingum alveg á næstu dögum ættir þú að taka þungunarpróf.

Gangi þér vel