Óútskýrður hiti

Langaði að vita nú er dóttir mín sem á við langvinn veikindi að stríða sökum næringarvandamáls sem finnst ekki út úr alltaf að fá hita og ekki finnst af hverju . Núna er hún búin að vera með hitta meir en 3 vikur og er alltaf að fá hita var svipað í síðasta mánuðo og ekkert finnst hafa komið tveir eða þrír hitalausir dagar og læknarnir finna ekkert og hún greyið kemst ekkert út og líður illa og mömmuhjartað brotið að horfa upp á hana með óútskýrð veikindi reyndar fékk hún einnig á síðasta ári 7 sinnum kalda lungnabólgu og er með mikið bakflæði

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta hljómar frekar flókið vandamál sem dóttir þín er að kljást við og erfitt að segja útfrá þeim upplýsingum sem þú gefur. Ég hvet þig til að leita frekari læknisaðstoðar og einnig er mikilvægt, ef það er ekki búið nú þegar, að rannsaka ónæmiskerfið hennar vel, en það væri gigtarlæknar eða barnalæknir sem gæti séð um það.

Gangi þér vel